Það læra börnin sem fyrir þeim er haft

Kolbrún Baldursdóttir nýlega kjörinn borgarfulltrúi Flokks fólksins telur að eineltismenning ríki innan veggja ráðhússins. Kolbrún hefur fengist við erfið eineltistilfelli í störfum sínum sem sálfræðingur og ákvað því að beita sér fyrir því að tekið yrði á málinu. Stýrihópur hefur verið skipaður sem á að taka á eineltismálum innan borgarinnar og verður Kolbrún hópnum innan handar. Þá segir Kolbrún að víða sé alvarlegt vandamál sérstaklega meðal barna og sé það orðið grófara í dag en áður.

”Ég hef aldrei séð einelti meðal barna jafn gróft og það er nú en Það læra börnin sem fyrir þeim er haft”

Þetta var meðal þess sem Kolbrún ræddi í útvarpsþætti á útvarpi sögu nýlega. Hlusta má á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

 

Deila