Stofnfundur Öldungaráðs Flokks fólksins 10. Mars

Stofnfundur Öldungaráðs Flokks fólksins (ÖFF) verður haldinn í Hamraborg 10 (4.hæð), laugardaginn 10. Mars, klukkan 10:30. Allir félagsmenn flokksins 60 ára og eldri eru velkomnir.

Félagsmenn flokksins sem vilja bjóða sig fram til stjórnarformanns eða meðstjórnanda í Öldungaráð Flokks fólksins þurfa að tilkynna framboð sitt með því að senda tölvupóst á flokkurfolksins@flokkurfolksins.is eða með því að hringja í símanúmerið 831-6200. Skráningarfrestur fyrir framboð rennur út 23. febrúar kl. 00:00. Allir frambjóðendur þurfa að vera skráðir félagsmeðlimir í Flokki Fólksins og hafa náð 60 ára aldri.