STJÓRN FLOKKS FÓLKSINS

Inga Sæland formaður

Inga er fædd og uppalin á Ólafsfirði.
Hún hefur lokið BA námi í lögfræði frá Háskóla Íslands.
Hefur einnig lokið hluta BA náms í stjórnmálafræði við sama skóla

Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður

Guðmundur Ingi er Formaður BÓTar, hann er í stjórn Sjálfsbjargar landsambands hreyfihamlaðra og varamaður í stjórn Sjálfsbjargar Reykjavík. Einnig er hann varaformaður í Kjarhópi ÖBÍ  fyrir Sjálfbjörg og fyrir ÖBÍ er hann í stjórn EAPN evrópskra samtaka gegn fátækt og félagslegri einangrun.

Sigurjón Arnórsson framkvæmastjóri

Sigurjón ólst upp á Reykjavík, Kópavogi, Washington og Brussel. Hann hefur lokið BA nám í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) og MS í alþjóðaviðskiptafræði.

Halldór Gunnarsson stjórnarmaður

Hallór er frá Hvanneyri í Borgarfirði. Sóknarprestur og bóndi að Holti undir Eyjafjöllum í 44 ár eftir útskrift í Guðfræðideild Háskóla Íslands. Var í ýmsum félagsstörfum og trúnaðarstöðum, sem bóndi og prestur á vegum bændasamtaka, Þjóðkirkjunnar og Sjálfstæðisflokksins.

 Svanberg Hreinsson ritari

Svanberg er fæddur og uppalinn í Kópavogi. Hann er framreiðslumeistari að mennt, búsettur að Bifröst í Borgarfirði þar sem hann er að ljúka námi í viðskiptalögfræði. Áður en Svanberg hóf nám við háskólann á Bifröst bjó hann um hríð í Noregi og Svíþjóð starfandi sem hótelstjóri.

Birgir Jóhann Birgisson tæknistjóri

Birgir er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann er tónlistarmaður og hefur m.a unnið sem hljóðfæraleikari, upptökustjóri og tæknimaður. Birgir átti og rak Stúdió Stef sem var eitt öflugasta hljóðver landsins á þeim tíma, hann hefur og spilað í nokkrum af þekktustu hljómsveitum landsins og er starfandi hljómlistamaður í dag.

Einir Guðjón Kristjánsson Normann verkefnastjóri

Einir er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann hefur hlotið menntun Frá Vinnueftirliti Ríkisins, hefur kennsluréttindi á öll tæki og vinnuvélar og hefur lokið ýmsum námsskeiðum í öryggis og brunavörnum samhliða störfum sínum.
Hefur og stundað nám í C# Sharp forritun.