Skerðingar örorkubóta vegna launaðrar vinnu öryrkja eru lögbrot

Skerðingar örorkubóta vegna launaðrar vinnu öryrkja eru lögbrot, þrælastarfsemi og ofbeldi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Inga Kristinssonar formanns Bótar og varaformanns Flokks fólksins í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Guðmundur segir bótakerfið vera refsikerfi sem einkennist af hreinni mannvonsku og segir óskiljanlegt að það sé látið viðgangast “ hvers vegna í ósköpunum gera stjórnvöld ekkert til þess að lagfæra þetta?, manni er ætlað að lifa á innan við 200.000 krónum og maður á svo bara að þegja„,segir Guðmundur. Viðtalið má nálgast í heiuld sinni á vef útvarps sögu: http://utvarpsaga.is/segir-skerdingarnar-vera-logbrot-thraelastarfsemi-og-ofbeldi/