Ógleymanlegt Sumarþing fólksins

Ég vil þakka ykkur öllum þingmönnum Sumarþingisins fyrir ógleymanlega samveru í Háskólabíó í gær. Fundurinn einkenndist af baráttu, von og allri þeirri samstöðu sem við erum að kalla eftir svo við getum breytt ranglætinu sem við megum búa við í dag í réttlætið sem við viljum sjá á morgun.

Ég vil þakka öllum ræðumönnum fyrir frábærar ræður og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg og gerðu það mögulegt að halda þetta glæsilega Sumarþing.

Ég hef fengið mikið af fallegum kveðjum og hvatningu til að halda áfram á sömu braut. Ég og allir þeir sem eru að berjast mér við hlið erum ekki að fara neitt, við höldum áfram baráttunni á meðan við finnum að samstaðan okkar vex með degi hverjum og að við erum að átta okkur á því að ef við tökum saman höndum hvar í flokki sem við stöndum, þá er okkur ekkert ómögulegt.

EINN FYRIR ALLA OG ALLIR FYRIR EINN

Með samstöðukveðju

Inga Sæland