Burt með fátækt og spillingu
Afnám okurvaxta og verðtryggingar.

Réttindi fatlaðs fólks
Tafarlausa löggildingu á samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Heilbrigðisþjónusta
Allir eiga rétt á að leita sér lækninga óháð efnahag. Þennan rétt má aldrei flokka sem forréttindi heldur sem þau sjálfsögðu lögbundnu mannréttindi sem okkur eru tryggð í stjórnarskrá.

Húsnæði fyrir alla
Flokkur Fólksins berst fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum að allir eigi þess kost, að eignast sitt eigið þak yfir höfuðið.

Lífeyririnn okkar  
Flokkur Fólksins mun skera upp herör gegn öllum skerðingum á áunnum lífeyrisréttindum okkar. Þessar skerðingar teljum við vera ólögmæta eignarupptöku á eignarrétti sem varin eru af 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 en þar segir „[Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.]”

Mannréttindi fyrir alla
Flokkur Fólksins berst gegn hvers konar mismunun. Þess vegna virðir hann 65. gr. stjórnarskrárinnar, jafnræðisregluna, sem segir að Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“.

Flokkur Fólksins er á móti kúgun og óréttlæti og mun berjast gegn öllu slíku.

Reykjavíkurflugvöllur
Flokkur Fólksins vill leita allra leiða til að tryggja innanlandsflug og sjúkraflug með því að Reykjavíkurflugvöllur með öllum sínum flugbrautum og aðstöðu sé til staðar og vel við haldið. Leita skal allra leiða til að stöðva lokun neyðarbrautarinnar þ.e  NA-SV brautar.