Jólagleði í Hamraborginni sunnudaginn 17.des.

Jólagleði Flokks fólksins verður haldin sunnudaginn 17. des.  n.k  í Hamraborg 10,  frá kl 16 til 18.  Það verður sannkölluð jólastemming með piparkökum og að sjálfsögðu jólaglöggi við allra hæfi.  Við syngjum saman og auðvitað mætir formaðurinn og þingmaðurinn Inga Sæland og tekur með okkur lagið ásamt því að flytja stutt ávarp.

Flokksfélagar fjölmennið,  takið með ykkur gesti og eigum saman yndislega gleði og samverustund á aðventunni.

Reykjavíkurráðið