Hvernig upplifir þú ömmu þína og afa?

 

Upplifir þú ömmu þína og afa sem auka stærð í Íslensku þjóðfélagi, eða einhverskonar byrði á þjóðfélaginu? Ég tel að þú upplifir þau ekki þannig. Sorglegt er að vita að í þessu þjóðfélagi er stór hópur sem upplifir fólk á þeirra aldri sem samfélagslega byrði. Þú upplifir afa þinn og ömmu sem fólk sem hægt er að treysta. Þú ungi kjósandi minnist þess að amma og afi þinn hafa alltaf verið til staðar fyrir þig. Það voru þau sem komu og veittu þér félagsskap þegar þú þurftir á stuðningi þeirra að halda. Þú manst þegar þú varst lítil/lítill, þá komu þau brosandi til að gæta þín, þegar foreldrar þínir gátu ekki tekið sér frí í vinnunni þegar þú varst veik/veikur.  Vinnuumhverfi móður þinnar gaf henni ekki kost á að taka sér frí nema fáa daga, þó hún vildi vera heima hjá þér. Faðir þinn var í starfi sem kostaði langa fjarveru frá heimilinu, svo ekki gat hann komið heim þó þú veiktist.

Þau urðu bæði að vinna, svo þið hefðuð fæði, klæði og húsnæði. Þú varst svo heppið barn, að eiga ömmu og afa. Amma eða afi komu og gættu þín, þegar þörf var á. Amma tók þig í fangið, söng fyrir þig barnagælu sem þú kannt enn í dag og munt örugglega kenna þínum börnum. Stundum las amma eða afi fyrir þig uppáhalds söguna þína, þið lituðu saman einhverja mynd eða spiluðu á spil. Stundum sögðu þau afi og amma þér sögur frá því er þau voru börn, og hvað þau voru ung er þau byrjuðu að vinna fyrir sér og hjálpa sínum.

Nú eru amma og afi eldri borgarar, og eru að hjálpa börnum sem eiga í erfiðleikum með skólalærdóm sinn. Þau fara tvisvar í viku í sína félagsmiðstöð, þar hittast eldri borgarar sem eiga það sameiginlegt að hjálpa börnum, sem þurfa hjálp við heimalærdóm. Það er ekki inni í myndinni að eldri borgarar fái greitt fyrir þessa aðstoð, frekar en aðra aðstoð sem þeir veita inn í samfélagið. Það er óskiljanlegt, óréttlæti að einhverjum finnist eldri borgarar byrði á þessu þjóðfélagi.

Að ömmu þinni og afa þínum sé ekki sýnd sú sanngirni sem þau eiga skilið eftir allt sem þau hafa gert og gera enn fyrir þetta þjóðfélag, sem þið búið öll í.

Flokkur fólksins setur fólkið í fyrsta sæti.

Settu því X við F 26.maí 2018.

Höfundur skipar 7.sæti á lista Flokk fólksins í Reykjavík.