Guðmundur þagði í mín­útu í ræðustól þings­ins

„Ég ætla að ræða um mál­efni Hug­arafls. Ég stóð fyr­ir utan vel­ferðarráðuneytið síðastliðinn þriðju­dag í þögn með um 200 manns vegna mál­efna Hug­arafls. Það er einn sál­fræðing­ur á öllu höfuðborg­ar­svæðinu og hann hef­ur ekki und­an. Það á að rífa niður geðteymi Hug­arafls án þess að vera búið að byggja upp nokkuð annað sem á að hjálpa viðkom­andi fólki.“

Þetta sagði Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þingmaður Flokks fólks­ins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þings­ins og bætti við að í minn­ingu vina sem kerfið hefði brugðist og í minn­ingu mót­mæl­anna fyr­ir utan vel­ferðarráðuneytið ætlaði hann að verja síðari mín­út­unni af ræðutím­an­um sem hann hefði í þögn.

„Í minn­ingu vina minna sem kerfið brást og einnig vil ég tala um þá sem kerfið er að bregðast núna, illa veiku fólki sem má ekki eiga við og hrinda fram af brún­inni. Það á að gera allt til þess að koma í veg fyr­ir þetta. Og í minn­ingu þess sem skeði síðastliðinn þriðju­dag ætla ég að nota seinni mín­út­una mína hérna í þögn eins og Hug­arafl gerði í bar­áttu fyr­ir þá.“

Frétt birtist á Mbl.is 13.04.18