Fylgi Flokks fólksins heldur áfram að hækka

Flokkur fólksins mælist með 8,4 prósent fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn þýtur því fram úr ríkisstjórnarflokkunum Bjartri framtíð, sem mælist með 3,7 prósent fylgi, og Viðreisn, sem mælist með 5,3 prósent fylgi.

Heilt yfir virðast ekki vera miklar breytingar á fylgi flokkanna á milli mánaða. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 26,5 prósent og Vinstri græn fylgir þeim fast á hæla með 21,2 prósent.

Píratar koma þar næst á eftir með 12,9 prósent og  Framsókn mælist með 11,4 prósent. Samfylkingin er komin í 9,1 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar hins vegar um fjögur prósentustig og er nú 32,7 prósent.