Flokkur fólksins kynnir frambjóðandann sem skipar annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur  skipar 2. sæti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kolbrún er sálfræðingur, fædd 1959 í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún hlaut sérfræðingsviðurkenningu Landlæknisembættisins í klínískri sálfræði árið 2008
Kolbrún er einnig kennaramenntuð og hefur kennt á öllum skólastigum. Störf hennar hafa verið á sviði fangelsismála, hún var yfirsálfræðingur á Stuðlum um árabil og hefur langa reynslu af barnaverndarmálum.

Kolbrún hefur einnig starfað sem skólasálfræðingur og sálfræðingur á heilsugæslu.

Hún hefur rekið sálfræðistofu frá 1992. Hún hefur birt fjölda greina og pistla á 25 ára ferli sínum sem sálfærðingur, haldið námskeið og flutt fræðsluerindi um ýmis félags og sálfræðileg málefni þ.m.t. eineltismál, kvíða og þunglyndi og fræðslu um verndun barna gegn kynferðisofbeldi
Frekari upplýsingar um Kolbrúnu er að finna á kolbrunbaldurs.is