Flokkur fólksins kynnir frambjóðandann sem skipar annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður

Guðmundur Sævar Sævarsson sérfræðingur í geðhjúkrunarfræðum skipar 2. sæti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður

Guðmundur Sævar Sævarsson er fæddur í Reykjavík árið 1968.

Guðmundur nam kvikmyndagerð í bandaríkjunum frá árinu 1989 og lauk því námi 1995.

Guðmundur hóf störf á geðsviði Landspítalans árið 1997 sem leiddi til þess að áhugi hans snerist meira að hjúkrun og útskrifaðist hann úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2005.

Guðmundur hefur starfað við geðhjúkrun síðan, bæði hérlendis og erlendis.

Árið 2008 fór hann til starfa og náms í Ástralíu þar sem hann lauk meitaranámi í geðhjúkrunarfræðum árið 2010.

Hann hefur starfað á geðsviði Landspítalans sem stjórnandi frá árslok 2011,

en í dag er hann hjúkrunardeildarstjóri Öryggis og réttargeðþjónustu Landspítalans.

Árið 2013 fékk hann sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun frá Landlækni.

Flokkur fólksins