Efstu 10 í Reykjavík!

 

Flokkur fólksins hélt blaðamannafund Föstudaginn 6. Apríl í Norræna húsinu þar sem tíu efstu frambjóðendur á lista flokksins í Reykjavík, fyrir komandi sveitastjórnakosningar, voru formlega kynntir til sögunnar. Hér að neðan má sjá listann ásamt nokkrum af okkar áherslumálum í borginni.

 

1. sæti – Kol­brún Bald­urs­dótt­ir  |  Sál­fræðing­ur

2. sæti – Karl Berndsen  |  Hár­greiðslu­meist­ari

3. sæti – Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir  |  Viðskiptafræðingur & formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands

4. sæti – Þór Elís Páls­son  |  Kvik­mynda­leik­stjóri

5. sæti – Hall­dóra Gests­dótt­ir  |  Hönnuður

6. sæti – Rún­ar Sig­ur­jóns­son  |  Vél­virki

7. sæti – Hjör­dís Björg Krist­ins­dótt­ir  |  Sjúkra­liði

8. sæti – Þrá­inn Óskars­son  |  Fram­halds­skóla­kenn­ari

9. sæti – Friðrik Ólafs­son  |  Verk­fræðing­ur

10. sæti – Birg­ir Jó­hann Birg­is­son  |  Tón­list­armaður

 

 

Efstu fimm frambjóðendurnir sjást á þessari mynd þar sem Kolbrún Baldursdóttir ræðir við fjölmiðla. Til hægri má sjá formann flokksins Ingu Sæland en það var hún sem setti fundinn og kallaði frambjóðendur upp á svið.

 

 

Nokkrar af áherslum Flokks fólksins í komandi borgarstjórnarkosningar

FÓLKIÐ FYRST
Fæði, klæði og húsnæði fyrir alla

HÚSNÆÐI

Við munum kalla eftir samvinnu við ríki og lífeyrissjóði til að koma á fót öflugu félagslegu húsnæðiskerfi fyrir efnaminna fólk.

 

ELDRI BORGARAR

Flokkur fólksins vill ráða „hagsmunafulltrúa aldraðra“.
Hann mun hafa það hlutverk að byggja öflugt heildstætt kerfi sem heldur utan um aðhlynningu og allan aðbúnað aldraðra.

 

ÖRYRKJAR

Flokkur fólksins mun skilyrðislaust byggja á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og sjá svo um að í borginni sé aðgengi fyrir ALLA.

 

VIÐ VILJUM BRÚA BILIÐ STRAX

Börnin eru fjársjóður framtíðar.
Öll börn eiga skilyrðislausan rétt á þeirri umönnun og aðhlynningu sem þeim er fyrir bestu.
Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og skal ætíð vera í fyrirrúmi.
Foreldrar eiga að geta valið hvort þeir eru heima með barni sínu lengur en sem nemur núgildandi rétti til fæðingarorlofs allt til tveggja ára aldurs. Greiða skal foreldri það sama og greitt er með barni vegna vistunar hjá dagforeldrum.

 

LEIK- OG GRUNNSKÓLINN

Ekkert barn á að vera svangt vegna fátæktar. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir alla.
Þarfir barnsins ætíð í fyrirrúmi og þess vegna veljum við skóla með aðgreiningu þ.e. að skólinn mæti börnum á þeirra forsendum.

 

Flokkur fólksins setur fólkið í fyrsta sæti