“Það er ekki forgangsraðað rétt!”

„Ég á mér þann draum að ein­hvern tíma auðnist okk­ur sú gifta að all­ir alþing­is­menn, hvar í flokki sem þeir standa, sam­ein­ist í bar­átt­unni gegn fá­tækt,“ sagði Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Hún sagði að við gerð fjár­mála­áætl­un­ar ætti fólk að vera tekið út fyr­ir sviga og það eigi alltaf að vera núm­er eitt. Því miður væri það ekki raun­in í dag.

„Hvenær er mögu­legt að þessi draum­ur minn ræt­ist? Get­ur þú séð það fyr­ir þér?“ spurði Inga Bjarna Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra.

„Ég held að sá dag­ur muni seint renna upp að við get­um sagt hér á þing­inu að verk­inu sé lokið,“ sagði Bjarni. Hann sagði mik­il­vægt að leggja áherslu á verðmæta­sköp­un í land­inu en það hafi skilað getu í gegn­um tíðina til að gera bet­ur.

„Ef við horf­um núna nokk­ur ár aft­ur í tím­ann þá sjá­um við að slík­ar áhersl­ur skila sér beint til allra lands­manna,“ sagði Bjarni.

„Það er ekki for­gangsraðað rétt,“ sagði Inga þegar hún steig aft­ur upp í pontu.

Höld­um utan um fólkið sem þarf á hjálp að halda

„Hvað höf­um við sem erum há­tekju­fólk að gera með 53.850 kr. í per­sónu­afslátt, á meðan við horf­um á fá­tækt fólk fá út­borgað allt niður í 200.000 kr., jafn­vel þó að það sé með fjöl­skyldu? Ég kalla eft­ir því að við tök­um utan um fólkið sem þarf á hjálp okk­ar að halda.“

Bjarni sagði að ef töl­ur væru skoðaðar af ein­hverri sann­girni hefði stjórn­völd­um orðið veru­lega ágengt á þeim sviðum sem mestu máli skipta.

„Rétt­inda­bæt­ur til líf­eyr­isþega sem eiga ræt­ur sín­ar að rekja til laga­breyt­inga á Alþingi haustið 2016 eru eitt dæmið. Áform um rétt­inda­breyt­ing­ar og -bæt­ur til ör­yrkja, sem eru fjár­magnaðar í nýrri fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar, eru annað dæmið. Lítið at­vinnu­leysi er þriðja dæmið. Lág­ir raun­vext­ir, lægstu vext­ir á hús­næðislán­um sem sést hafa, eru enn eitt dæmið,“ sagði Bjarni.

Grein birtist á www.mbl.is 04.11.2018