
NÝJUSTU FRÉTTIR
April 21, 2018

Minnum á vöfflukaffið
Vöfflukaffið okkar á sínum stað á morgun Sunnudaginn 22.04.18 – klukkan 14:00-16:00 Búast má við að einhverjir af þingmönnum flokksins komi og segi okkur frá stöfrum sínum á Alþingi í
April 21, 2018

Einangraðir og vannærðir eldri borgarar
Rúmliggjandi aldraður einstæðingur með eina maltdós og lýsisflösku í ísskápnum var einn þeirra
April 13, 2018

Guðmundur þagði í mínútu í ræðustól þingsins
„Ég ætla að ræða um málefni Hugarafls. Ég stóð fyrir utan velferðarráðuneytið síðastliðinn
April 13, 2018

Verkefni Barnaheilla, Vináttu, hafnað af borgarstjórn
Fátt skiptir meira máli fyrir börnin okkar en að þau læri og tileinki sér góða
April 11, 2018

“Það er ekki forgangsraðað rétt!”
„Ég á mér þann draum að einhvern tíma auðnist okkur sú gifta að allir alþingismenn, hvar í
Stefnumál flokksins í Reykjavík
FÓLKIÐ FYRST
Flokkur fólksins leggur höfuðáherslu á fjölskylduna og fólkið sem byggir borgina
LEIK- OG GRUNNSKÓLINN
Börnin eru fjársjóður framtíðar
Við viljum
- Gefa foreldrum val á að vera lengur heima með barni sínu með því að greiða foreldri sömu upphæð og borgarsjóður greiðir nú fyrir barnið hjá dagforeldri. Þannig viljum við brúa bilið frá því að töku fæðingarorlofs lýkur þar til barnið hefur náð allt að tveggja ára aldri.
- Gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum.
- Gjaldfrjáls frístundaheimili fyrir efnaminni foreldra.
- Mæta námsþörfum allra barna án tillits til færni og getu með því að stuðla að fjölbreyttum skólaúrræðum.
- Að leita leiða til að vinna gegn einelti m.a. með fræðslu, verkefnum og námskeiðum
- Styrkja þjónustumiðstöðvar borgarinnar til að fjölga sálfræðingum í skólum.
- Að sérhver leik- og grunnskóli hafi aðgang að talmeinafræðingi.
Byggjum börnunum okkar bjarta framtíð
HÚSNÆÐI
Öruggt skjól fyrir alla
Við viljum
- Afnema lóðaskort
- Vinda ofan af núverandi okri á lóðasölu borgarinnar og gefa einstaklingum og fjölskyldum tækifæri til að kaupa sér lóð og eignast framtíðarheimilið
- Stuðla að auknu framboði á hagkvæmu húsnæði fyrir efnaminna fólk
- Samvinnu við ríki og lífeyrissjóði til að koma á fót öflugu félagslegu húsnæðiskerfi.
ALDRAÐIR
Hagsmunafulltrúi fyrir aldraða
Hlutverk hans er
- Að byggja öflugt heildstætt kerfi sem heldur utan um aðhlynningu og aðbúnað aldraðra.
- Að sjá til þess að húsnæði, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta sé fullnægjandi.
- Að tryggja að unnið sé samkvæmt viðurkenndum manneldismarkmiðum og hollustu í fæðuvali á hjúkrunarheimilum og þjónustumiðstöðvum.
Tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld
ÖRYRKJAR
Rétturinn til að lifa með reisn
Við viljum
- Tryggja öryrkjum jafnræði á við aðra á öllum sviðum samfélagsins.
- Aðgengi fyrir alla samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
- Leita allra leiða til að koma til móts við þá sem hafa vilja og getu til að vera virkari í samfélaginu.
- Að öll fötluð börn fái fullnægjandi þjónustu í samræmi við fötlun sína.
Tryggjum öryrkjum jafnræði án mismununar
SAMGÖNGUR
Greiðum götur borgarbúa
Við viljum
- Virða ákvörðun þeirra sem kjósa að nota fjölskyldubíl
- Draga úr umferðaröngþveitinu í borginni, til dæmis með því að fjölga göngubrúm í stað gönguljósa og með gerð mislægra gatnamóta við Sprengisand.
- Við viljum styrkja og efla núverandi almenningssamgöngur.
- Hreinar og heilar götur sem eru lausar við svifryk og mengun.
Flokkur fólksins setur fólkið í fyrsta sæti